Foreldrafélag

Foreldrafélag Höfðaskóla
Tilgangur foreldrafélagsins er fyrst og fremst það að tryggja sem best samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám og stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því t.d. að halda fræðslufundi um uppeldismál, að veita aðstoð og/eða eiga frumkvæði að skipulagi og starfi. Að styðja menningarlíf innan skólans s.s tónlist, danslist, bókmenntir og fl. 

Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2024-2025 skipa:
Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, formaður
Alexandra Ósk Guðbjargardóttir, ritari
Monika Tischleder, gjaldkeri
Judith Maria Scheja
Telma Dögg Bjarnadóttir

Allir foreldrar barna í Höfðaskóla eru félagar í foreldrafélaginu.  Stjórn  félagsins vonast til að eiga gott samstarf við áhugasama foreldra og starfsmenn skólans á komandi vetri.

Hægt er að hafa samband við foreldrafélagið með því að senda tölvupóst á netfangið foreldrafelag@hofdaskoli.is