Námsmat

Námsmat 

Einkunnarorð Höfðaskóla eru: styrkur - vinsemd - virðing. Þessi gildi eru höfð að leiðarljósi þegar leiðir í námsmati skólans eru mótaðar. Námsmatsaðferðir í Höfðaskóla hafa verið í sífelldri endurskoðun og þróun undanfarin ár og tók starfsfólk skólans meðal annars þátt í þróunarverkefni tengdu leiðsagnarmati skólaárið 2018-2019.

Námsmat er fyrst og fremst til þess að aðstoða nemendur við námið, kenna þeim að leggja mat á eigin vinnu og mæla árangur í tengslum við markmið sem sett eru fram. Námsmat skal alltaf vera leiðbeinandi og uppbyggjandi. 

Námsmat hvers bekkjar er útlistað í bekkjarnámskrá. Þar má finna upplýsingar um námsgögn, aðferðir og hvernig mati er háttað. Nemendur eru metnir í lotum og birtist árangur þeirra og hæfni á Mentor reglulega ásamt ýtarlegra mati og viðtölum í lok anna. Á skólaslitum að vori fá allir nemendur útprentað vitnisburðarblað þar sem má finna yfirlit yfir árangur vetrarins.

Birting námsmats yfir veturinn er með margvíslegum hætti og eru allar upplýsingar að finna á Mentor

Ef foreldrum/forráðamönnum vantar frekari upplýsingar um námsframvindu eða námsmat barnanna sinna er alltaf hægt að hafa samband við umsjónarkennara. 

Í grunnskólalögum  nr. 91/2008 í 27. grein er kveðið á um rétt  nemenda og foreldra á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki.   Sjá einnig reglugerðir  um miðlun og meðferð upplýsinga um nemendur og rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín númer 897/2009 og 657/2011.