Jákvæður skólabragur er sameiginleg ábyrgð nemenda, foreldra/forráðamanna og starfsfólks. Nemendur, foreldrar/forráðamenn og starfsfólk sýna hvert öðru kurteisi og virðingu. Jákvæður skólabragur felur í sér:
Við erum á skólalóðinni á skólatíma
Við notum hjálma þegar við erum á hjólum
Við erum öll vinir og leikum saman
Við höldum skólalóðinni hreinni og snyrtilegri
Við borðum nestið okkar og erum kyrr á okkar stað á meðan
Við hendum afgöngum í réttar tunnur.
Á göngunum inni löbbum við en úti má hlaupa
Við förum ekki út fyrr en við höfum fengið leyfi
Þeir sem eru inni í frímínútum gæta þess að enginn sé útundan.
Notum við inniröddina
Hengjum fötin okkar á snagana sem okkur hefur verið úthlutað.
Við erum félagar og tölum fallega saman
Við notum ekki síma eða myndavélar í klefunum
Við göngum vel frá dótinu okkar
Við erum á okkar stað í klefanum
Við særum ekki hvert annað
Við gætum þess að öllum líði vel
Við förum í sturtu fyrir og eftir sundtíma
Göngum við frá útifötum á snaga og röðum skóm
Við bíðum með að fara inn í salinn þar til við fáum leyfi
Við tökum niður húfur
Við þvoum okkur um hendur með sápu
Við bíðum í röð eftir matnum
Við göngum frá eftir okkur
Í öllum tilfellum virðum við skólareglur og göngum vel um húsnæðið og eigur skólans sem og gögn og eigur annarra.
Á yngsta stigi vinnum við með Vináttu - frí for mobberi sem er forvarnarverkefni um jákvæðan skólabrag. Vináttuverkefnið byggir á ákveðinni hugmyndafræði og eftirfarandi gildum:
umburðarlyndi - að viðurkenna og samþykkja margbreytileika hópsins og koma fram við hvert annað sem jafningja. Að sjá margbreytileika sem styrkleika, bæði fyrir hvert barn og hópinn í heild.
virðing - að bera virðingu fyrir hverjum og einum einstaklingi eins og hann er. Að vera góður félagi allra.
umhyggja - að sýna hverju barni áhuga, athygli, umhyggju, samkennd, samlíðan og hjálpsemi.
hugrekki - að börn og fullorðnir hafi hugrekki til að segja frá ef þeir sjá aðra beitta órétti og börn þjálfist í að setja sér sín eigin mörk. Að vera góður félagi sem bregst við órétti.