Eineltis- teymi og áætlun

Eineltisteymi

Teymisstjóri: Berglind Hlín Baldursdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu
Aðrir meðlimir: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir og Gísli Ragnarsson

Stefnuyfirlýsing

Í Höfðaskóla er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti. Í samræmi við þessa sýn lýsir starfsfólk, skólaráð og foreldrafélag Höfðaskóla því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi sé liðið í skólanum. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi sem og að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Höfðaskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Í Höfðaskóla er litið á það sem samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda þar sem einelti á aldrei rétt á sér.

Vinna gegn einelti miðar að því að bæta samskipti, koma í veg fyrir að samskipti þróist í einelti og bregðast við á skipulegan hátt ef einelti á sér stað

Aðgerðaráætlun skiptist í þrjá hluta, almennar forvarnir, sértækar forvarnir og
viðbragðsáætlun.

Eineltisteymi í samvinnu við umsjónarkennara, foreldra, þolendur og gerendur vinnur aðgerðaráætlun fyrir hvert einstakt mál. 

Aðgerðaráætlun skal endurskoða eftir þörfum. 

Aðgerðaráætlun í eineltis og ofbeldismálum má finna í heild sinni hér 

einelti