Áfallaráð
Við Höfðaskóla er starfandi áfallaráð. Í því sitja skólastjóri, prestur, náms- og starfsráðgjafi og
skólahjúkrunarfræðingur. Áfallaráð setur sér vinnureglur og skipuleggur hvernig taka skuli á áföllum
sem nemendur eða starfsfólk skólans verða fyrir. Viðbrögð eru ávallt háð eðli áfallsins. Áfallaráð skal
funda strax og skólastarf hefst að hausti og kanna hvort breytingar hafi orðið á aðstæðum nemenda
og/eða starfsfólks vegna dauðsfalla, alvarlegra veikinda, slysa eða annarra áfalla. Áfallaráð tekur
ákvörðun um viðbrögð og/eða aðgerðir. Áfallaráð sér um að allt starfsfólk skólans fái kynningu á
áfallaáætlun skólans.
Í áfallaráði skólans sitja:
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir, prestur
Sigríður Stefánsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur
Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, tómstundafræðingur
Sara Diljá Hjálmarsdóttir, skólastjóri
Guðrún Elsa Helgadóttir, aðstoðarskólastjóri