Nemendur

  • Við sýnum starfsfólki, kennurum og nemendum virðingu, tillitssemi og kurteisi. 
  • Við mætum stundvíslega og vel undirbúin í allar kennslustundir.
  • Við vinnum vel í kennslustundum og virðum rétt annarra til þess sama.
  • Við göngum snyrtilega um skólann og skólalóðina.
  • Við berum öll ábyrgð á okkar eigin hegðun. 

Skólareglur 

 

 

Allir nemendur 8. -10. bekkjar eru félagar í skólafélaginu. Nafn félagsins er Skólafélagið Rán og starfar það samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Kosið er í stjórn félagsins að hausti. Kosnir eru nemendur úr hverjum árgangi tveir úr 8.bekk, þrír úr 9.bekk og þrír úr 10.bekk og skipta þeir með sér verkum, formaður félagsins skal að jafnaði vera úr 10. bekk. Auk þess skulu tveir fulltrúar úr stjórn félagsins sitja í skólaráði. Félagið vinnur m.a. að félags- og hagsmunamálum nemenda t.d. að standa fyrir skemmtilegum uppákomum í skólanum og að afla fjár vegna skólaferðalags. Félagslíf nemenda er á ábyrgð stjórnar og er háð þátttöku nemenda í undirbúningi og framkvæmd.

Undirheimar er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla. Félagsmiðstöðin stendur fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum á skólaárinu. Undirheimar eru opnir á þriðju- og fimmtudagskvöldum, kl 19:30 - 21:30 yfir vetrartímann, nema annað sé auglýst.

Umsjónarmaður með félagsmiðstöðinni veturinn 2023-2024 er Þorgerður Þóra Hlynsdóttir

Facebook síðu Undirheima er hægt að nálgst HÉR