Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan sem nú er á enda var með rólegra móti. 

Uppúr stendur þorrablót á yngsta stigi þar sem nemendur fengu að smakka hinar ýmsu kræsingar sem þóttu misgóðar en flest allir voru tilbúnir að prufa. Myndir hér

Nemendur á miðstigi fóru í heimsókn á mánudaginn á Fiskmarkaðinn og fengu þar kennslu í að slægja fisk ásamt því að fá kynningu á margskonar fisktegundum. Myndir hér

Unglingastigið velur á hverju hausti valgreinar til að nema. Þennan veturinn má nefna forritun og prjónaskap, skemmtilegt að segja frá því að drengirnir sóttu ekki síður í prjónið heldur en stúlkurnar.  Myndir hér.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Dagný Rósa