Heil og sæl
Áfram líður tíminn og skólaárið er komið vel af stað. Í vikunni sem nú er að líða voru nemendaviðtöl sem voru vel sótt og þökkum við öllum sem komu kærlega fyrir góð og gagnleg viðtöl. Gott samstarf heimila og skóla eru lykill að góðu skólastarfi. Við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomnir í heimsókn til okkar, slíkt þarf ekki einungis að vera á sérstökum viðtals dögum.
Á fimmtudaginn í næstu viku kemur skólahópur leikskólans í fyrstu skólaheimsóknina sína og vonumst við til að samstarfið milli skólastiga verði jafn gott og hefur verið undanfarin ár. Við hlökkum til að taka á móti þessum flottu krökkum.
Lesferill verður lagður fyrir núna í september og verða niðurstöður nemenda aðgengilegar á Mentor. Mikilvægt er að halda vel á spöðunum þegar kemur að heimalestri og sinna þeim hluta náms vel ekki síður en þeim hluta sem fram fer í skólanum.
Að öðru leiti er lítið að frétta úr skólastarfinu þessa dagana, við minnum á að fylgjast vel með á heimasíðunni okkar en þar setjum við inn allar helstu fréttir.
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa