Heil og sæl
Þá hefur síðasta heila vikan á skólaárinu runnið sitt skeið. Við hefðum alveg verið til í aðeins betra veður en við vonum það besta fyrir komandi viku, þar sem síðustu þrír skóladagarnir verða bæði úti og inni.
Í næstu viku er frí á mánudag, á þriðjudag er hefðbundinn skóladagur, á miðvikudag er uppbrot fyrir hádegi og hefðbundin kennsla eftir hádegi.
Á fimmtudag hefst dagskrá kl. 9:00. Skólinn opnar á sínum tíma en ekki verður hafragrautur í boði þann dag. Foreldrafélag skólans ætlar að taka þátt í morgninum með okkur og lýkur dagskrá með pylsugrilli í hádeginu. Frístund verður opin eftir hádegi og verða skólaslit Höfðaskóla svo haldin í Fellsborg kl. 17:00 þann dag.
Nú brettum við öll upp ermar og klárum gott skólaár með stæl.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á skólaslitum, en þangað eru öll velkomin.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa