Það er þetta með tímann, aftur er kominn föstudagur og aðeins ein vika eftir fram að páskafríi.
Í þessari viku fóru nemendur á unglingastigi á íþróttadag sem haldinn var í Húnabyggð, myndir og fréttir frá því hér.
Í gær var dagur stærðfræðinnar og nemendur (og einstaka starfsmenn sem læddu sér með í tíma :) ) gerðu allskyns skemmtilegar þrautir og teikningar, myndir hér.
Í dag eru allir nemendur í skíðaferð í Tindastól í boði Umf. Fram, það voru spenntir nemendur sem héldu af stað héðan í morgun. Við setjum inn myndir frá því síðar í dag.
Í næstu viku fara nemendur í 5. bekk í heimsókn á heimilisiðnaðarsafnið í Húnabyggð og haldin verður upplestrarhátíð hjá 5.-7. bekk.
Við ljúkum svo næstu viku á páskabingói fyrir alla nemendur skólans.
Í vikunni hóf Heiða Rut Tómasdóttir störf í mötuneytinu þar sem hún er Kristínu til aðstoðar.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |