Föstudagskveðja á fimmtudegi

Það er óhætt að segja að skólastarfið farið vel af stað í Höfðaskóla. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni, mörg hver verið töluvert útivið og haft gaman af. Frístund hefur staðið nemendum í 1.-4. bekk til boða, endurgjaldslaust, í ágúst. Frá og með mánudeginum n.k. 4. september er frístund aðeins í boði fyrir skráða nemendur, en skráning fer fram á heimasíðu skólans. 
 
 
 
Valgreinar hjá nemendum á mið- og unglingastigi eru margar hverjar komnar af stað og er margt fjölbreytt og skemmtilegt í boði þar. 
 
Í upphafi skólaárs er alltaf gott að muna eftir því að lúsin á það til að stríða okkur og gott að muna eftir því að kemba af og til. 
 
Að lokum minnum við á að á morgun, föstudaginn 1. september, er starfsdagur og ætlar starfsfólk skólans að skella sér á Hvammstanga á haustþing. Það er því ekki kennsla né frístund þann dag.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa