Kvenfélagið Eining gefur skólanum nýjan vatnsbrunn

Á dögunum fengum við nýjan vatnsbrunn í gjöf frá Kvenfélaginu Einingu hér á Skagaströnd.
Gamli brunnurinn var kominn til ára sinna og gjöfin mjög kærkomin og mun koma að góðum notum. 

Á myndinni er Gígja Heiðrún Óskarsdóttir kvenfélagskona ásamt nokkrum nemendum skólans við nýja vatnsbrunninn.

Takk kærlega fyrir okkur.