Síðustu vikur hefur yngsta stig verið að læra um himingeiminn. Þau lásu bókina Tunglið, gerðu hópverkefni um plánetu sem þau fengu úthlutað og fengu einnig að búa til sína eigin plánetu. Þau skoðuðu pláneturnar í gegnum Merge cube með hjálp Ipad og síðan var sólkerfið límt á gólfið og fengu þau að forrita Sphero bolta til að ferðast um himingeiminn. Þetta vakti mikla lukku hjá krökkunum og skemmtu þau sér konunglega við að læra um himingeiminn!
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |