Mentor kynnir nútt app fyrir nemendur og aðstandendur sem gefur þeim kost á að fá allar nýjar skráningar frá skólanum beint í símann/spjaldtölvuna sína. Tilkynning kemur þegar skráning hefur farið fram og hægt er að smella á hana til að skoða hana frekar í Mentor. Auðveldara aðgengi að nýjum upplýsingum fyrir nemendur og aðstandendur Þetta er app sem margir hafa beðið eftir en með því geta bæði nemendur og foreldrar fengið upplýsingar um leið og ákveðnar skráningar hafa farið fram hjá skólanum. Þá er einnig hægt að velja að fá yfirlit yfir allar skráningar dagsins í lok hvers dags. Til að skoða skráninguna frekar þarf aðeins að smella á hana og þá er viðkomandi kominn inn á sitt svæði í Mentor.
Þetta er leiðin sem nemendur og aðstandendur þurfa að fara til að setja upp appið
1. Sækja Mentor app í AppStore eða PlayStore
2. Verið með notandanafn og lykilorð við höndina
3. Skráið sig inn í Mentor í snjalltækinu (sími/spjaldtölva)
4. Fylgja leiðbeiningum á skjá
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |