Fréttir frá 7. bekk
7. bekkur fór í skólabúðir UMFÍ að Reykjaskóla mánudaginn 16. október og kom til baka fimmtudaginn 19. október.
Mikið var um að vera, við fórum á ball, það var módelkeppni, sundlaugarparty, kvöldvaka,
Við fórum mikið í GAGA í frjálsa tímanum okkar, en það er leikur sem er spilaður á pönnuvellinum, þar sem maður notar hendurnar til þess að skjóta fótbolta í fætur annarra leikmanna fyrir neðan hné.
Við fórum líka á Byggðasafnið, það var gaman og fróðlegt. Í lokinn fengu allir að smakka hákarl sem vildu það. Ingimar Oddson sagði okkur sögu Grettis á skemmtilegan hátt.
Við fræddumst um sveitastörf og fengum m.a. að finna lykt af heyi, hænsnaskít, kindaskít og hestaskít. Það var ekki góð likt af þessu en minnsta lyktin var af kindaskítnum. Við sáum líka ull sem búið var að rýja af kind.
Við fórum líka í fullt af hópeflisleikjum og leiki þar sem við þurftum að treysta á þann sem var með okkur í hóp. Við kynntumst skemmtilegum krökkum sem voru þarna með okkur. Maturinn var mjög góður og við erum mjög ánægð og glöð með dvölina á Reykjum.
Kveðja 7. bekkur
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |