Fyrstu skref í fjármálum
Nemendur unglingastigs vinna þessa dagana að ýmsum verkefnum tengdum efni frá Fjármálaviti. Stuðst er við bókina Fyrstu skref í fjármálum eftir Gunnar Baldvinsson, sem er um grunnþætti fjármála einstaklinga og hentar einstaklega vel í kennslu í fjármálalæsi. Bókina fá nemendur til eignar. Nemendur hafa unnið ýmis verkefni tengd sköttum, launum, launaseðlum og kjarasamningum, lántökum, vaxtarútreikningum og ávöxtunarleiðum. Nemendur hafa skoðað mismun þess að taka lán eða spara, hvað þeir kosti eins og þeir mæta í skólann, hvað séu traust fjármál og hvernig maður getur sett sér markmið í fjármálum. Hægt er að kynna sér efnið á síðunni fjármálavit og við mælum sérstaklega með skemmtilegum myndböndum á síðunni.
Í tengslum við þetta hafa nemendur tekið þátt í Fjármálaleikunum sem er keppni milli skóla í fjármálalæsi og lýkur þeirri keppni 18. Mars. Hægt er að sjá allt um keppnina hér: https://fjarmalaleikar.is/#/login
Það er ánægjulegt að heyra nemendur ræða sín á milli um viðfangsefnin sem við höfum farið yfir utan kennslustunda og við erum sannfærðar um að allt efni þessarar lotu kemur til með að nýtast þeim strax, sem og í framtíðinni.
Það er aldrei of mikið talað um fjármál!
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |