Í dag er 1-1-2 dagurinn, eins og segir á heimasíðu neyðarlínunnar er haldið upp á 112 þann 11. febrúar á hverju ári því að dagsetningin 11. 2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.
Við fengum í heimsókn til okkar slökkvilið, lögreglu og björgunarsveit, nemendur fengu að fara út og skoða bílana og spjalla við viðbragðsaðila. Vinir okkar af leikskólanum komu einnig og skoðuðu bílana sem var mjög skemmtilegt. Myndir hér.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |