Hinn árlegi 112 dagur var haldinn hátíðlegur í dag. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.
Viðbragðsaðilar hér á Skagaströnd:
- Björgunarsveitin Strönd
- Lögreglan
- Slökkviliðið
- Rauði krossinn
Mættu á bílastæðið við íþróttahúsið með allan sinn bíla- og tækjaflota og leyfðu nemendum skólans berja græjurnar augum.
Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |