Í dag er margt um að vera hjá okkur. Við byrjuðum daginn á ljósagöngu, leiðtogi göngunnar var Emilía Rut Friðfinnsdóttir og genginn var stuttur hringur um bæinn. Eftir gönguferðina kom Ástrós Elísdóttir og las fyrir okkur jólasögu og þar á eftir Hugrún Sif og Jón Ólafur og spiluðu undir í nokkrum jólalögum.
Dregið var úr stærðfræðiþrautakeppni og voru sigurvegararnir þau Ragnar Viðar Haraldsson, 1. bekk, Lárey Mara V. Sigurðardóttir, 7. bekk og Ellert Atli Þrastarson, 9. bekk. Öll fengu þau spilið Krakkakviss í verðlaun.
Sú hefð hefur skapast í Höfðaskóla að nemendur 1. bekkjar ár hvert setja merkta jólakúlu á jólatréð okkar, með nafninu sínu og ártali og setti árgangur 2017 kúlurnar sínar á tréð í dag.
Nemendur á mið- og unglingastigi fóru í sameiginlega Kahoot keppni og skemmtu sér vel.
Við endum svo daginn á möndlugrautnum okkar góða.
Nóg um að vera í dag og svo er komið að litlu jólunum á morgun.
Myndir hér.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |