4.bekkur er í myndmenntahóp og eyddu þau seinustu tveimur mánudagstímunum niðrí Nes Listamiðstöð. Þar fengu krakkarnir stutta kynningu á listakonunni Yayoi Kusama sem sérhæfir sig í skrautlegum graskers skúlptúrum. Eftir kynninguna fengu krakkarnir síðan leiðsögn, frá tveimur listamönnum Nes, við að búa til sitt eigið grasker úr blöðrum og pappamassa. Þeim fannst þetta öllum mjög skemmtilegt verkefni og sýndu mikinn metnað við gerð graskeranna, sem verða svo til sýnis á opnu húsi nk. Laugardag 29.10. í Listamiðstöðinni.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |