Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri heimsótti nemendur á yngsta stigi í morgun með jólasýninguna Ævintýri á aðventunni.
"Ævintýri á aðventunni er nýr gleðilegur jólasöngleikur úr smiðju sviðslistahópsins Hnoðra í norðri sem sniðinn er að börnum á 6-10 ára aldri, en ætti að koma öllum aldurshópum í jólaskap. Lengd verksins er 30 mín.
Í sýningunni skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir, en aðalsmerki hennar eru frábærlega fyndnir og hnittnir textar með orðaleikjum auk þess sem tónlist hennar er mjög aðgengileg og yndisleg áheyrnar."
Nánari upplýsingar um verkið er að finna á heimasíðu List fyrir alla.
Við þökkum sviðslistahópnum hjartanlega vel fyrir komuna og einnig styrktaraðilum hópsins fyrir tækifærið.
Sýningin er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, Uppbyggingarsjóði SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |