Allt er breytingum háð. Skólabyrjun - nýjar upplýsingar :)

Sæl öll

Frá því að upplýsingar voru sendar út hafa orðið breytingar á starfsmannahópi Höfðaskóla.
Dagný Rósa er á leið í árs leyfi og ætlar að taka við starfi fræðslustjóra. Jenný Lind ætlar að koma inn í kennslu og Ellen Lind kemur inn sem stuðningsfulltrúi. 

Skipulagið verður því sem hér segir:

1.-4. bekkur - 9:00-9:30 í Dvergastein
5.-6. bekkur - 9:30-10:00 í miðjustofu á efri hæð
7.-8. bekkur - 10:00-10:30 í Villingaholti
9.-10. bekkur - 10:30-11:00 í Skýjaborg

Eins og staðan er í dag eru 66 nemendur skráðir við skólann og verða skóladagar 175 talsins. 

Umsjónarkennarar í ár verða:
1.-4. bekkur - Fjóla Dögg, Halla María og Vigdís Elva
5.-6. bekkur - Þorgerður Þóra
7.-8. bekkur - Gísli og Berglind Hlín
9.-10. bekkur - Elva

Aðrar upplýsingar úr síðasta pósti standa enn.

Endilega hafið samband ef spurningar vakna.

Með góðum kveðjum
Sara Diljá
skólastjóri