Í dag, laugardaginn 5. október 2024 er alþjóðadagur kennara en hann er haldinn á þessum degi ár hvert. Dagurinn var stofnaður árið 1994 af UNESCO og er meginmarkmiðið með deginum að viðurkenna mikilvægi kennara og að þakka kennurum fyrir þeirra ómetanlega framtak til menntunar, þroska og þróunar.
Það er alveg ljóst að kennarar skipta gríðarlega miklu máli. Þeir eru þjálfarar í fræðilegum efnum, leiðtogar, hvetjendur og fyrirmyndir fyrir nemendur sína. Kennarar skipta miklu máli í öllum þroska nemenda og geta þeir haft varanleg áhrif á líf nemenda.
Höfðaskóli er ríkur af frábærum kennurum sem við erum stoltar af.
Til hamingju með daginn og takk fyrir ykkur.
Kennarakveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |