Eldvarnargetraun landssambands slökkviliðsmanna

Landssamband slökkviliðsmanna stóð fyrir eldvarnargetraun á meðal þriðjubekkinga á landinu öllu.  Foreldrar fengu upplýsingar heim í nóvember þar sem þeir voru hvattir til þess að taka þátt með börnum sínum.  Dregið var úr réttum svörum á landsvísu og á meðal sigurvegara á landsvísu var Arnar Gísli nemandi í 3.bekk Höfðaskóla.

Hafsteinn Pálsson slökkviliðsstjóri á Skagaströnd kom í heimsókn og veitti Arnari Gísla viðurkenningu og gjafabréf frá Spilavinum ásamt því að færa öllum nemendum 3.bekkar ýmsar skemmtilegar gjafir t.d. endurskinsmerki og vasaljós. Þökkum við honum kærlega fyrir komuna.

Hér má sjá myndir