Nú ber svo við að nemendur skólans eiga ýmis konar farartæki sem þeir koma á í skólann.
Það er skýrt að viðeigandi hlífðarbúnað á að nota á þessum tækjum, s.s. hjólahjálma og bifhjólahjálma.
Þeir nemendur sem eru að koma á raf-eða bensínknúnum tækjum þurfa að gæta varúðar.
Samkvæmt umferðarlögum falla vespur undir flokkinn létt bifhjól í flokki 1. Á þeim er bannað að vera með farþega ef maður hefur ekki náð 20 ára aldri.
Þeir sem eru á rafdrifnum hlaupahjólum sem ekki ná 15 km/klst. og svokölluðum svifbrettum eiga að nota gangstéttar, ekki akbraut. Þau rafdrifnu hjól sem fara hraðar en 15 km/klst. falla undir létt bifhjól í flokki 1 og lúta sömu reglum og vespurnar.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |