Breakout EDU

Skólinn fékk styrk frá Forriturum framtíðarinnar til að kaupa smáhluti til forritunarkennslu.  Einn af þessum hlutum sem keyptir voru kallast Breakout EDU og er um að ræða kassa sem hægt er að læsa og nokkra lása, bæði talna og bókstafa.  Nemendur þurfa síðan að leyta að vísbendingum til að geta leyst þrautirnar og opnað lásana.

Breakout í kennslu er ekki ósvipað því sem kallast "escape room" og er vinsæl afþreying víða um heim. Breakout er frábær leið til að vinna með mikilvæga lykilhæfni eins og samvinnu, lausnaleit, gagnýrna hugsun og samskipti.  Breakout hentar öllum aldurshópum og er hægt að nota með hvaða námsefni sem er. 

Nemendur á miðstigi voru svo heppnir að fá að vígja Breakout"ið" og var ansi mikið spjallað og pælt meðan verið var að leita lausna á hinum ýmsu þrautum og sigurhrópin sem bárust um skólann þegar tókst að skrá inn rétt og losa lás.

Myndir af miðstigi meðan á þessu stóð er hægt að nálgast hér.