Sæl og blessuð
Aftur er kominn föstudagur, tíminn líður hjá á ógnarhraða, október að klárast og einungis 57 dagar til jóla.
Viðburðarík vika að baki, nemendur unglingastigs og miðstigs heimsóttu Nes listamiðstöð í myndmenntatímum og verður hægt að sjá verk þeirra á næsta opna húsi hjá listamiðstöðinni. Menntabúðirnar voru haldanar með pompi og prakt sl. miðvikudag þar sem mikill fjöldi gesta kom og kynnti sér tækninýjungar í skólastarfi. Við þökkum Nes fyrir gott samstarfs og öllum þeim sem mættu í heimsókn á miðvikudaginn.
Endilega skoðið eftirfarandi auglýsingu frá foreldrafélagi Höfðaskóla, mikilvægt er fyrir skólann og starfið að vera með virkt og gott foreldrafélag.
Við reynum að vera dugleg að setja fréttir og myndir á heimasíðuna og hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast þar með.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Starfsfólk Höfðaskóla
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |