Að þessu sinni kemur föstudagskveðja á fimmtudegi þar sem á morgun, föstudaginn 26. janúar verður starfsdagur hjá öllu starfsfólki sveitarfélagsins.
Í vikunni var ýmislegt brallað, nokkrar nýjar valgreinar fóru af stað eftir annarskipti og er margt spennandi framundan í þeim. Nemendur í 1.-3. bekk bökuðu vöfflur og nemendur á unglingastigi fengu heimsókn frá FNV sem kynnti fyrir þeim námið sem þar er í boði. Skólahópur leikskólans kom í heimsókn en samstarfið milli Höfðaskóla og Barnabóls er gott. Það er alltaf líf og fjör þegar vinir okkar koma í heimsókn.
Í næstu viku kemur Þorgrímur Þráinsson og heimsækir 8.-10. bekk og einnig munum við halda uppá 100 daga hátíð í 1. bekk og fagna þeim merka áfanga að þau hafi lokið 100 dögum í grunnskóla. Meira um það síðar.
Á morgun munu nemendur okkar taka þátt í ljósagöngu sem farin verður í tengslum við Light Up ljósahátíðina. Farið verður frá hafnarhúsinu kl. 17:30 og gengið að Nes listamiðstöð og hvetjum við öll til að taka þátt í þeirri göngu.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |