Áfram líður tíminn og farið að síga á seinni hluta mars mánaðar. Vikan hjá okkur var ljúf og góð, veðrið var gott og nemendur mikið úti við. 5. bekkur fór í heimsókn á heimilisiðnaðarsafnið sem var mjög skemmtilegt, frétt og myndir frá því hér.
Nemendur í 8. og 9. bekk eru að selja happdrættismiða til styrktar komandi útskriftarferðar hjá þeim. Við hvetjum öll til að næla sér í miða, enda vinningarnir með glæsilegasta móti. Sjá hér.
Á mánudaginn fengum við Grænfánann afhentan í annað sinn sem var mjög skemmtilegt. Við erum ákaflega stolt af því að vera skóli á grænni grein.
Á morgun, föstudag, er starfsdagur og því hvorki skóli né frístund þann dag. Starfsfólk ætlar á námskeið með öðru starfsfólki sveitarfélagsins sem verður án efa gagnlegt.
Í næstu viku verður margt um að vera hjá okkur. Undirbúningur fyrir árshátíð fer á fullt en hún verður haldin 3. apríl, nánar auglýst síðar. Íþróttadagur yngsta stigs verður haldinn miðvikudaginn 26. mars frá 14-16 en þann dag eiga öll að mæta, hvort sem þau eru í frístund eða ekki þar sem um tvöfaldan dag er að ræða. Fimmtudaginn 27. mars fara svo nemendur 10. bekkjar í PISA könnun fyrir hádegi og eftir hádegi fáum við unglinga frá Hvammstanga og Húnabyggð í heimsókn á valgreinadag. Alltaf nóg um að vera hjá okkur :)
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |