Fjársjóðsleit í útikennslu

Í dag tóku nemendur þátt í skemmtilegu útinámi þar sem þeir æfðu kortalæsi, upplýsingalestur og leiðsögn. Verkefnið fór fram á tjaldsvæðinu og var unnið í fimm hópum.

Hver hópur faldi sinn fjársjóð og bjó til kort sem leiddi að honum. Síðan skiptu hóparnir á kortum og leituðu að fjársjóðum hvers annars. Nemendur þurftu að lesa kortin, fylgja leiðbeiningum og sýna sköpunargleði við gerð eigin korta.

Verkefnið efldi læsi, samvinnu og gagnrýna hugsun á lifandi og skemmtilegan hátt. Þetta er hluti af markvissu starfi við að samþætta nám og leik í daglegu skólastarfi.

Myndir hér