Föstudagsgleði

Heil og sæl

Þá er fyrsta skólavikan eftir sumarfrí að renna sitt skeið og hún hefur gengið vel. Nemendur virðist flestir sáttir með að vera komnir aftur af stað. Veðrið hefur verið gott og hafa nemendur unnið ýmis verkefni utandyra. 

Á mánudaginn er síðasti dagurinn þar sem frístund stendur öllum nemendum á yngsta stigi til boða endurgjaldslaust. Frá og með 1. september verður aðeins opið fyrir þá nemendur sem skráðir eru. Skráning fer fram á heimasíðu skólans en þar er einnig hægt að skrá nemendur í hádegismat. 

Við skulum halda áfram að vera dugleg að gæta að smitvörum. Á meðan ástandið er eins og það er biðjum við ykkur að takmarka heimsóknir inn í skólahúsnæðið og gera boð á undan ykkur ef þið viljið koma í heimsókn. Við erum öll almannavarnir. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa