Föstudagskveðja

Halldór Gunnar Ólafsson les fyrir nemendur 1.-4.bekkjar úr bókinni  Emil í Kattholti.  Bókina fékk h…
Halldór Gunnar Ólafsson les fyrir nemendur 1.-4.bekkjar úr bókinni Emil í Kattholti. Bókina fékk hann gefins frá Elinborgu Jónsdóttur árið 1978

Sæl og blessuð

Þessi vikan fór hjá með hvelli í orðsins fyllstu merkingu. Veðrið lék okkur grátt og ekkert skólahald var þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. 
 
Í dag komst loksins allt í eðlilegt horf aftur. Halldór Gunnar Ólafsson kom í heimsókn í morgun og las fyrir nemendur á yngsta stigi uppúr bókinni Emil í Kattholti og þeir Kristján Pétur Guðjónsson og Sigurjón Elí Eiríksson komu fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Strandar með fræðslu um flugelda og fleiri þeim tengdum fyrir alla nemendur skólans. Við þökkum þessum heiðursmönnum öllum kærlega fyrir komuna. Það er alltaf skemmtilegt að fá góðar heimsóknir.
 
Næsta vika er síðasta skólavikan fyrir jólafrí og þá verður ýmislegt um að vera. Á miðvikudag ætlum við saman í kirkjuna og eiga þar notalega stund, hlusta á jólasögu og syngja jólalög. Möndlugrauturinn verður svo á sínum stað þann sama dag. Á fimmtudaginn er komið að litlu jólunum, þá mæta nemendur klukkan 9:00 og eiga notalega stund áður en allir halda heim í jólafrí uppúr hádegi. Allar nánari upplýsingar um þessa daga fást hjá umsjónarkennurum. 
 
Að lokum minnum við á söfnunina okkar fyrir vatnsdælunni hjá Unicef :)
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
 
e.s. það eru 11 dagar til jóla :)