Föstudagskveðja

Heil og sæl 

Góð vika að baki í Höfðaskóla. Viðrað vel til sundkennslu og útivistar. Dregið var í happdrætti nemenda í 9. og 10. bekk og má sjá vinningaskrá og miða hér. Nemendur á yngsta stig fóru í sveitaferð og skemmtu sér konunglega, myndir og frétt hér.  
 
Annar í hvítasunnu er næstkomandi mánudag og þar af leiðandi er þriggja daga helgi framundan. 
 
Námsmat er í fullum gangi og verður einnig í næstu viku og ná þá nemendur að ljúka þeim verkefnum sem þarf að klára fyrir frí. Eftir daginn í dag eru aðeins átta skóladagar eftir. 
 
Nemendur 9. og 10. bekkjar eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í Danmörku næstkomandi þriðjudagsmorgun og koma heim laugardaginn 25.maí, það verður gaman að fá að fylgjast með æfintýraför þeirra.
 
Skólaslit Höfðaskóla fara fram í Hólaneskirkju, föstudaginn 31.maí kl. 13:00. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa