Þá er næst síðasta skólavikan á þessu skólaári að renna sitt skeið og sumarfrí handan við hornið hjá nemendum. Í lok síðustu viku vorum við með krakkakosningar, frétt frá því hér. Í vikunni fengum við heimsókn frá lögreglunni, frétt frá því hér, nemendur unnu ýmis textílverkefni, sjá hér og nemendur í 8. bekk fóru í fjárhúsin á Hóli, sjá hér. Nemendur í 9. og 10. bekk eru nú stödd í Kaupmannahöfn ásamt þeim Elvu og Giggu og hefur ferðin gengið vel. Við hlökkum til að fá þau heim og heyra ferðasöguna.
Í næstu viku eru hefðbundnir dagar mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Á fimmtudag og föstudag mæta nemendur kl. 9:00 og kennslu lýkur kl. 12:00. Þá daga verður ekki hafragrautur í boði.
Á fimmtudeginum ætlum við að bralla ýmislegt úti (ef veður leyfir), fara í leiki og annað skemmtilegt og enda svo á pylsupartyinu okkar í hádeginu. Frístund verður með hefðbundnu sniði eftir hádegi.
Á föstudeginum ætlum við að fara í íþróttahúsið í flippíþróttir og bralla eitthvað skemmtilegt í kringum það. Þann dag verður matur í Fellsborg og frístund fram að skólaslitum sem haldin verða kl. 13:00 í Hólaneskirkju. Eftir það fara nemendur í sumarfrí.
Ef þið hafið spurningar varðandi síðustu dagana, ekki hika við að hafa samband við okkur.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |