Síðasta föstudagskveðja skólaársins

Í dag er síðasti skóladagur nemenda í Höfðaskóla þetta skólaárið. Í vikunni höfum við lokið námsmati, tekið til og verið með uppbrotsdaga. Fyrir hádegi í dag eru allir nemendur í íþróttahúsinu í allskyns flipp íþróttum og enda svo daginn með umsjónarkennurum.

Skólaslit Höfðaskóla fara fram kl. 13:00 í dag, í Hólaneskirkju og vonumst við til að sjá sem flest.

Við þökkum fyrir skólaárið sem nú er liðið og vonum að þið hafið það gott í sumarfríinu.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa