Heil og sæl
Í gær voru menntabúðir og opið hús hjá okkur í Höfðaskóla og þökkum við öllum sem komu við kærlega fyrir komuna. Nemendur sýndu og kynntu ýmis verkefni og það er alltaf gaman að leyfa gestum og gangandi að sjá hvað nemendur eru að fást við.
Nemendur í sjónlistum hjá Kristbjörgu hafa verið að vinna með form og munstur og gerðu margar skemmtilegar myndir eins og sjá má hér til hliðar.
Aðalfundur foreldrafélagsins verður mánudaginn n.k. kl. 20:00 í Höfðaskóla. Við hvetjum öll til að mæta. Foreldrasamstarf skiptir mikllu máli og við þurfum að efla foreldrafélagið okkar enn frekar. Tökum höndum saman og fjölmennum á fundinn.
Núna er aldeilis farið að kólna og við biðjum ykkur um að passa uppá að börnin fari vel klædd í skólann og að strigaskórnir fari í frí og kuldaskórnir taki við. Einnig væri frábært, ef nemendur, sérstaklega á yngsti stigi, væru með auka sokkapar í töskunni.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |