Heil og sæl
Vikan var svo sannarlega stutt hjá okkur, aðeins þrír skóladagar eftir gott vetrarfrí.
Á öllum námsstigum mátti sjá hinar ýmsu kynjaverur á hrekkjavökunni og nemendur skemmtu sér konunglega.
Í næstu viku verða list og verkgreinadagar hjá nemendum 8.-10.bekkjar þar sem þeir fá að fara í Nes listamiðstöð. Þema þessara daga eru sjónlistir með áherslu á mismunandi aðferðir við myndsköpun og listasögu.
Nú engin sundkennsla fyrr en á nýju ári og minnum við á að nemendur fara núna í íþróttir á þeim tíma sem áður var sund og skiptir þá máli að vera með íþróttaföt á þeim dögum.
Það er orðið ansi kalt úti og þurfa nemendur að vera klæddir í takt við veðrið og gott getur verið að hafa auka vettlinga og sokka í skólatöskunni.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |