Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan var svo sannarlega stutt hjá okkur, aðeins þrír skóladagar eftir gott vetrarfrí.

Á öllum námsstigum mátti sjá hinar ýmsu kynjaverur á hrekkjavökunni og nemendur skemmtu sér konunglega.

Í næstu viku verða list og verkgreinadagar hjá nemendum 8.-10.bekkjar þar sem þeir fá að fara í Nes listamiðstöð. Þema þessara daga eru sjónlistir með áherslu á mismunandi aðferðir við myndsköpun og listasögu.

Nú engin sundkennsla fyrr en á nýju ári og minnum við á að nemendur fara núna í íþróttir á þeim tíma sem áður var sund og skiptir þá máli að vera með íþróttaföt á þeim dögum.

Það er orðið ansi kalt úti og þurfa nemendur að vera klæddir í takt við veðrið og gott getur verið að hafa auka vettlinga og sokka í skólatöskunni.

Í Höfðaskóla er margt skemmtilegt um að vera og við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur ef þið viljið fræðast um starfið okkar eða sjá hvað nemendur eru að kljást við. Skólinn er hjartað í samfélaginu og við eigum að standa sameiginlega vörð um hann og hafa umræðu um skólamál jákvæða og uppbyggilega. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín