Sæl öll
Það hefur verið einstakt veður að undanförnu, daginn er farinn að lengja og vorið minnir á sig.
Við fengum til okkar öfluga gesti frá björgunarsveitinni, slökkviliðinu og lögreglunni, sem fræddu okkur um mikilvægt öryggisstarf. Nemendur fengu að skoða spennandi búnað, setjast inn í neyðartæki. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá hversu áhugasamir nemendur voru og hversu margar góðar spurningar þeir höfðu.
Í næstu viku munu nemendur í 10. bekk leggja leið sína á Sauðárkrók þar sem þeir fá tækifæri til að kynna sér Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) og njóta skemmtilegrar leiksýningar, Rocky Horror.
Við minnum á holla og góða hafragrautinn okkar sem og ávextina í morgunkaffinu að ógleymdum ljúffengum hádegismat í Fellsborg.
Njótið helgarinnar og mætum endurnærð inn í nýja viku!
Með bestu kveðju
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |