Föstudagskveðja

Heil og sæl!

Vikan var stutt hjá okkur með aðeins þrjá skóladaga eftir gott vetrarfrí.

Í næstu viku hefst sundkennsla á ný, og hún verður áfram á mánudögum og þriðjudögum eins og fyrir áramót. Allir nemendur skólans verða keyrðir í sund, en íþróttatímar á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum haldast óbreyttir.

Bolludagur er mánudaginn 3. mars, og þá verða bollur í boði fyrir nemendur skólans í morgunkaffinu ásamt hafragraut og ávöxtum.

Öskudagur er miðvikudaginn 5. mars, og þá mæta nemendur og kennarar í búningum til að gera sér glaðan dag. Nemendum í 1.–4. bekk stendur einnig til boða að taka þátt í frístund og fara með hópnum milli fyrirtækja til að syngja fyrir nammi.

Ef eitthvað er óskýrt eða ef spurningar vakna, má alltaf hafa samband. 
Góð samvinna skiptir öllu máli. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá