Vikan í Höfðaskóla gekk vel, veðrið lék við okkur og það birtir með hverjum deginum sem líður. Nemendur fengust við ýmis verkefni og við reynum að vera dugleg að setja fréttir á heimasíðuna sem og myndir. Í gær fóru nemendur í 9. og 10. bekk til Reykjavíkur á sýninguna mín framtíð og gekk ferðalagið vonum framar og voru krakkarnir til fyrirmyndar í einu og öllu. Í gær fóru einnig nokkrir nemendur á skíði í Tindastól og skemmtu sér vel.
Í kvöld fara nemendur í 8.-10. bekk á söngvakeppnina Norðurorg sem er undankeppni fyrir söngvakeppni Samfés. Keppnin verður haldin á Sauðárkróki þetta árið og verður eflaust mjög skemmtilegt hjá þeim.
Mánudaginn 17. mars n.k. ætlum við að flagga Grænfánanum í annað skipti þar sem við vorum að fá endurvottun. Það er alltaf gaman að uppskera eftir góða vinnu.
Föstudaginn 21. mars n.k. verður starfsdagur í skólanum, en þann dag ætlar allt starfsfólk sveitarfélagsins að fara saman á námskeið sem verður án efa bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |