Föstudagskveðja

Það var nóg um að vera hjá okkur!

Nemendur í 8.–10. bekk tóku þátt í valgreinadögum og prófuðu ýmislegt spennandi – alltaf gaman að sjá áhuga á nýjum hlutum kvikna.

Við héldum upp á alþjóðlega vöffludaginn með stæl, en foreldrafélag Höfðaskóla færði okkur  vöffludeig frá VILKO og fengu því allir – bæði nemendur og kennarar, grunnskólans sem og tónlistarskólans – dásamlegar vöfflur í tilefni dagsins.

Íþróttadagur yngsta stigs var haldinn í vikunni og áttu nemendur 1.-4.bekkjar skemmtilega stund í íþróttahúsinu og á skólalóðinni í allskonar leikjum og skemmtun með íþróttakennaranum og starfsfólki frístundar. 

Við erum óendanlega stolt af Sólveigu Erlu, fyrrverandi nemanda okkar, sem ásamt liðsfélögum sínum lenti í 2. sæti í Gettu betur í gærkvöldi. Glæsilegur árangur og frábært að sjá gamlan nemanda standa sig svona vel á landsvísu!

Næsta vika fer að miklu leyti í undirbúning fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 3. apríl. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín