Föstudagskveðja

Gleðilegt sumar :)

Þessi vika var stutt, bara þrír skóladagar. Nemendur komu hress og kát úr páskafríi og fengu svo aftur frí í gær, sumardaginn fyrsta.

Í næstu viku er annar frí dagur þar sem 1. maí ber upp á fimmtudegi og svo er starfsdagur föstudaginn 2. maí. 

Nemendur unglingastigs fara á Hvammstanga þriðjudaginn 29. apríl n.k. á íþróttadag, farið verður frá skólanum kl. 12:40 og áætluð heimkoma er um kl. 20:00.

Vikuna 5.-9. maí verður danskennsla hjá okkur, við auglýsum það betur þegar nær dregur. 

Við vonum að veðrið í maí verði gott en sumardagurinn fyrsti lofaði góðu. Nemendur koma til með að vera úti oft og tíðum þegar veður leyfir og því er mikilvægt að bera sólarvörn á nemendur áður en þau mæta í skólann á morgnanna eða vera með sólarvörn í töskunni, þá sérstaklega nemendur á yngsta stigi. 

Að lokum minnum við á að öll þau sem koma á hjóli í skólann eiga að vera með hjálm - það er skylda.

Við vonum að þið njótið þessarar fyrstu helgi sumars
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín