Föstudagskveðja

Heil og sæl 

Vikan í Höfðaskóla gekk vel og nemendur unnu við ýmis verkefni. Veðrið hefur verið gott og fóru nemendur og starfsfólk í frístund m.a. upp á tjaldsvæði á mánudaginn og nutu þess að vera úti. 
 
Við erum farin að huga að árshátíð og verður nánari útfærsla á henni kynnt þegar skipulag liggur fyrir. Ljóst er að árshátíðin verður rafræn þetta skólaárið en dagsetning hefur ekki enn verið ákveðin. 
 
Í lok síðasta skólaárs áttu nemendur skólans að fá danskennslu sem féll niður vegna þeirra takmarkana sem þá voru í gildi v. covid. Nú horfir svo við að hægt sé að hafa danskennsluna í mars og höfum við lagt undir vikuna 15.-19. mars. Nánara skipulag verður kynnt þegar það liggur fyrir. 
 
Foreldrakönnun skólapúlsins hefur verið send út og hvetjum við foreldra til að taka þátt. Skólinn þarf að ná 80% svarhlutfalli svo könnunin teljist marktæk og eins og staðan er núna er svarhlutfall aðeins 35%. 

Við minnum á mikilvægi þess að hafa ætíð í huga að jákvæður skólabragur er sameiginleg ábyrgð nemenda, foreldra/forráðamanna og starfsfólks. Nemendur, foreldrar og starfsfólk sýna hvert öðru kurteisi og virðingu. 
 
Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur og við hvetjum ykkur áfram til að vera dugleg að skoða heimasíðuna okkar, þar setjum við reglulega inn fréttir og myndir. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa