Föstudagskveðja

Sæl kæru skólavinir

Vikan í Höfðaskóla gekk ljómandi vel. Lífið gengur sinn vanagang hjá okkur og framundan er margt spennandi. 

Á mánudaginn er bolludagur og þá mega nemendur að sjálfsögðu koma með bollur í nesti. Á miðvikudaginn er svo öskudagur og þá verður ýmislegt um að vera. Nemendum á yngsta stigi stendur til boða að fara með frístund að syngja og safna sælgæti eða öðrum varningi. Við höfum óskað eftir því að fyrirtæki sem eru tilbúin til að taka á móti krökkunum láti okkur vita og munum við svo láta nemendur á mið- og unglingastigi vita hvaða fyrirtæki það eru. 
Foreldrafélag Höfðaskóla mun svo standa fyrir öskudagsskemmtun fyrir nemendur sem verður nánar auglýst þegar skipulag liggur fyrir. 

Á starfsmannafundi í vikunni voru ýmsar ákvarðanir teknar:
 
Danskennsla verður vikuna 15.-19. mars. Kennari verður Ingunn M. Hallgrímsdóttir. Öll stig fara í 60 mínútna danstíma á dag. 
 
List- og verkgreinavika verður á unglingastigi 22.-26. mars og munu foreldrar/forráðamenn nemenda þar fá upplýsingar þegar nær dregur. 
 
Miðvikudaginn 7. apríl og fimmtudaginn 8. apríl munu nemendur í 9. og 10. bekk fara á námskeið í skyndihjálp og endurlífgun og sömuleiðis mun starfsfólk fara á námskeið. Karl Lúðvíksson sér um skipulag þess og kennslu. 
 
Árshátíðin verður haldin föstudaginn 9. apríl. Nánari útfærsla á henni verður auglýst þegar nær dregur.   

Semsagt, margt spennandi og skemmtilegt framundan :)
 
Stöndum saman um að efla góð samskipti og samvinnu og gera þannig skólasamfélagið okkar enn betra. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa