Föstudagskveðja

Heil og sæl

Fyrstu dagar eftir páskafrí hafa gengið vel. Nemendur lögðu lokahönd á og tóku upp árshátíðaratriðin sín sem verða send foreldrum/forráðamönnum í dag. Nemendur í 9. og 10. bekk sem og starfsfólk skólans fór á skyndihjálparnámskeið hjá Karli Lúðvíkssyni sem gekk vel. 
 
Í næstu viku kemur Þorgrímur Þráinsson og heimsækir unglingastig með fyrirlesturinn sinn ,,Verum ástfangin af lífinu". Nánari upplýsingar munu berast foreldrum/forráðamönnum nemenda´a unglingastigi frá umsjónarkennurum. 
 
Það hefur verið heldur kalt hjá okkur undanfarna daga og við minnum á mikilvægi þess að passa uppá að nemendur séu alltaf með hlýjan og góðan útifatnað.
 
Þemavika unglingastigs verður kláruð í næstu viku og við stefnum að því að klára samræmd próf fyrir þá sem þess óska af nemendum 9. bekkjar síðustu vikuna í apríl. 
 
Að lokum minnum við enn og aftur á hafragrautinn góða, sem er í boði alla virka daga frá 7:45.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa