Heil og sæl
Fjölbreytt og skemmtileg vika að baki.
Vikuna fyrir páska hófst þemavika hjá nemendum unglingastigs. Ein stöð á hverjum degi í viku. Nemendur fóru í myndmennt, leðurvinnu, smíðar, heimilisfræði og þjóðfræði, þar sem þeir lærðu um stjörnumerkin sín og fóru í Spákonuhof. Vegna Covid áttu allir hópar eftir að fara á tvær stöðvar og var það klárað nú í vikunni. Þetta skipulag vakti mikla lukku meðal nemenda og skemmtilegt að sjá styrkleika hvers og eins koma fram á mismunandi stöðvum. Myndir er hægt að sjá hér.
Þorgrímur Þráinsson heimsótti unglingastigið á miðvikudaginn og hélt fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu” og var hann mjög áhugaverður. Hann lagði mikla áherslu á að nemendur íhuguðu orð Jim Carey sem voru “Áhrifin sem þið hafið á aðra, er það dýrmætasta sem til er”. Þá hvatti hann nemendur til þess að taka lítil skref í átt að stórum sigrum, t.d. með að venja sig á góða siði, vera kurteis og hafa rútínu á lífinu.
Nemendur á miðstigi eru að hefja fróðlega þemavinnu um norðurlöndin og yngsta stigið er að læra um eldgos og á það einmitt vel við nú á dögum.
Næsta vika verður stutt, sumardagurinn fyrsti á fimmtudaginn og starfsdagur kennara er á föstudaginn.
Við minnum á mikilvægi þess að nemendur séu klæddir í takt við síbreytilega veðráttu
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |