Heil og sæl
Síðasta heila vikan í Höfðaskóla þetta skólaárið gekk vel. Nemendur hafa verið í námsmati og brallað ýmislegt annað skemmtilegt þess á milli.
Í næstu viku verða uppbrotsdagar hjá okkur þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Allt nánara skipulag þeirra daga mun berast foreldrum/forráðamönnum frá umsjónarkennurum.
Tekin hefur verið ákvörðun um að færa skólaslit 1.-9. bekkjar fram á fimmtudag í næstu viku v. samkomutakmarkana. Þann dag ætlum við að vera í útivist um morguninn, grilla saman í hádeginu og svo halda nemendur í sínar heimastofur með umsjónarkennurum og eiga þar notalega stund áður en haldið er í sumarfrí um klukkan 13:30. Frístund verður með hefðbundnu sniði þann dag. Því miður getum við ekki boðið foreldrum að taka þátt í stundinni að þessu sinni.
Á föstudag verða skólaslit hjá 10. bekk kl. 17:00 í kirkjunni en þau verða nánar auglýst í næstu viku.
Við vonum að þið eigið góða langa helgi
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa