Föstudagskveðja

Sæl og blessuð

 Vikan í Höfðaskóla gekk vel, veðrið hefur áfram verið gott og nemendur verið töluvert úti við. Í frístund er margt skemmtilegt brallað, bæði úti og inni og í dag er stefnan sett á heimsókn út að Sandlæk að sulla í sjónum. 
 
Í vikunni voru útnefndir þrír nemendur til viðbótar í umhverfisnefnd og fulltrúar nemenda þetta skólaárið eru því:

Kristján Sölvi Guðnason 3. bekk
Harpa Védís Hjartardóttir 4. bekk
Lárey Mara Velemir Sigurðardóttir 5. bekk
Súsanna Valtýsdóttir 6. bekk 
Elísa Bríet Björnsdóttir 9. bekk
Stefanía Hrund Stefánsdóttir 10. bekk 
 
Í næstu viku verður fyrsti fundur þar sem skipulag næstu tveggja ára hefst þar sem við stefnum að sjálfsögðu að því að fá Grænfána aftur við næstu úttekt sem verður vorið 2023. 
 
Við minnum á að hafa sundfötin meðferðis þá daga sem nemendur eiga að vera í sundi, yngsta stig á mánudögum og mið- og unglingastig á þriðjudögum.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa