Föstudagskveðja

Sæl og blessuð

Tíminn líður á ógnarhraða og september hálfnaður.  

Dagur náttúrunnar var 16. september og af því tilefni var unglingastigið með námslotu tengda íslenskri náttúru í samvinnu við BioPol. Nemendur fengu fyrirlestur um fugla á mánudaginn hjá Einari Ó. Þorleifssyni náttúrufræðingi hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Í upphafi vikunnar fóru nemendur unglingastigs og lögðu krabba- og marflóargildrur með Valtý Sigurðssyni líffræðingi hjá Biopol, í morgun var vitjað um gildrurnar og afraksturinn skoðaður. 

Nemendur á miðstigi eru að vinna fjölbreytt verkefni tengd Óðni og voru verkefnaskilin meðal annars í formi fréttaþátta og stuttmyndar. 

Yngsta stigið hélt líka uppá dag náttúrunnar, þau fóru í göngutúr, týndu laufblöð og snigla sem skoðaðir voru í smásjá.

Við erum að byrja að leggja fyrir lestrarpróf og minnum á mikilvægi þess að lesa heima. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa