Föstudagskveðja

Sæl öll sömul

 
Vikan í Höfðaskóla gekk ljómandi vel. Á mánudaginn fengum við heimsókn frá Samtökunum 78 þar sem allir nemendur og starfsfólk fengu hinseginfræðslu. Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra var svo seinnipartinn þennan sama dag og þökkum við þeim sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir komuna. Það skiptir miklu máli að foreldrar reyni eftir fremsta megni að mæta á viðburði í skólanum og haldi þannig skólasamfélaginu lifandi og skemmtilegu. 
 
Á miðvikudaginn hélt Finnbogi íþróttakennari ásamt nokkrum nemendum til Akureyrar þar sem fram fór kynning á blaki fyrir grunnskólakrakka. Það vel heppnað og skemmtilegt.
 
Þriðjudaginn 2. nóvember n.k. verður opið hús þar sem nemendur í Höfðaskóla ætla að halda menntabúðir fyrir gesti og gangandi frá kl. 16:00-18:00. Þar ætla nemendur að kynna hin ýmsu tæki og tól og hvetjum við alla til þess að mæta og kynna sér starfsemi og skoða skólahúsnæðið í leiðinni. Nemendur í 10. bekk verða með vöfflur og kaffi/djús til sölu á 500 krónur en Vilko styrkti þau um vöfflumix og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
 
Breytingar verða á starfsmannahaldi eftir helgina þegar Sara Diljá og Fjóla Dögg fara báðar í leyfi. Nánari upplýsingar verða sendar foreldrum/forráðamönnum í tölvupósti. 
 
Næstu tvær vikur verða svo í styttra lagi þar sem vetrarfrí er föstudaginn 5. nóvember og mánudaginn 8. nóvember.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa